Leggur undir sig flugvöll

Nóg ætti að vera af stæðum á Brandenborgarvelli sem kemst …
Nóg ætti að vera af stæðum á Brandenborgarvelli sem kemst í fyrsta lagi í notkun fyrir flugvélar árið 2020.

Þótt enn séu um tvö ár þar til nýr Berlínarflugvöllur verður opnaður er hann farinn að hafa tekjur.

Hafa flugvallaryfirvöld leigt Volkswagen-fyrirtækinu athafnasvæði fyrir á aðra milljón evra í ár þar sem VW mun leggja óseljanlegum afgangsbílum. Til að byrja með hefur VW leigt stæði undir 8.000 bíla á flugvellinum.

Er fyrst og fremst um að ræða bíla sem uppfylla ekki samræmda WLTP staðalinn svonefnda um losun gróðurhúsalofts og aðra mengun, um eldsneytis- eða orkunotkun og rafdrægi fjölskyldubíla og léttra atvinnubíla.
 

mbl.is