8% samdráttur á bílamarkaðinum

Renault Koleos er meðal vinsælli jeppa frá BL.
Renault Koleos er meðal vinsælli jeppa frá BL.

Í nýliðnum júlímánuði voru 8% færri fólks- og sendibílar nýskráðir heldur en í sama mánuði í fyrra, eða alls 1.810 í stað 1.964 í júlí 2017. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu.

Í tölunum kemur fram, að BL er stærsta bifreiðaumboð landsins, en hlutdeild umboðsins í markaðinum í júlí var 29,01% og 28,51% það sem af er ári. Af heildarfjölda nýskráðra fólks- og sendibíla í júlí voru 525 frá BL sem er einu prósenti færra en í júlí í fyrra.

Fjöldi nýskráninga fólks- og sendibíla í landinu frá 1. janúar til júlíloka var 14.741 bíll samanborið við 16.794 á sama tímabili 2017. Nemur samdrátturinn 12,2 prósentum.

Alls hafa 6.310 nýir bílar verið skráðir bílaleigunum það sem af er ári, rúmum 19% færri en fyrstu sjö mánuðina í fyrra þótt 22 prósenta aukning hafi orðið í júlí borið saman við sama mánuð 2017.

mbl.is