Sjálfeknir Volvo upp úr 2020

Volvo mun hefja raðsmíði á sjálfeknum bílum fljótlega frá árinu 2020, að sögn stofnanda bandaríska tæknifyrirtækisins NVIDIA sem sérfrótt er í framleiðslu sjálfvirknikerfa.

NVIDIA hefur gengið til samstarfs við Volvo og mun leggja sænska bílsmiðnum til sjálfaksturstæknina í bílana. Að sögn NVIDIA stjórans Jensen Huang mun Volvo hefja fjöldaframleiðslu á bílum búnum allt að fjórða stigs sjálfaksturstækni árið 2021.

Í þessu felst að bandaríski rafbílasmiðurinn Tesla verður að slá í hestinn í sínu þróunarstarfi vegna sjálfekinna bíla. Ennfremur að yfirvöld Evrópusambandsins (ESB) þarf að einhenda sér í að draga upp regluverk fyrir sjálfakstursbíla.

mbl.is