Frá Róm til Parísar á 8:18

Hyundai i30 fastback N hinn nýi á bílasýningunni nýafstöðnu í …
Hyundai i30 fastback N hinn nýi á bílasýningunni nýafstöðnu í París.

Hyundai fékk tvo af keppnisökumönnum sínum til að setja akstursmet  sem tæpast verður slegið strax. Voru þeir aðeins 8 mínútur og 18 sekúndur frá Róm ti Parísar.

Vart dettur nokkrum í hug að hér sé átt við evrópsku stórborgirnar, höfuðstaði Ítalíu og Frakklands. Þar á milli kemst ekkert farartæki á rúmum átta mínútum. Ekki einu sinni eldflaug.

Nei, ekið var á milli bæjanna Rómar og Parísar sem er að finna vestanvert á Jótlandsskaga í Danmörku vestanverðri. Vegalengdin milli þeirra er 12,8 kílómetrar og það var á þeim vegi sem kappakstur Hyundai fór fram, en veginum var lokað á meðan.

Belginn Thierry Neuville, einn fremsti rallökumaður heims í dag og ítalska Touringcar goðsögnin Gariele Tarquini óku til skiptis á leiðinni hinum splunkunýja Hyundai i30 fastback N bíl.  Hafði Ítalinn betru, var sekúndubroti fljótari í förum en Neuville hinn belgíski.

Hyundai i30 fastback N er fáanlegur með 2,0 lítra hverfilblásinni bensínvél, 250 eða 275 hestafla. Hámarks tog hans er 353 Newtonmetrar. Út frá þessum tölum reynist bíllinn 6,1 eða 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Topphraðinn er 250 km/klst.

mbl.is