Volvo slær eigin met

Vinsældir Volvobíla aukast með ári hverju.
Vinsældir Volvobíla aukast með ári hverju.

Volvo Cars hefur sett nýtt met í bílasölu og er metið fyrir allt árið í fyrra þegar fallið.

Volvo seldi 582.096 nýja bíla frá áramótum til nóvemberloka sem er 13,5% aukning frá sama tíma í fyrra en þá nam salan á tímabilinu 513.055 bílum á heimsvísu.

Þetta þýðir jafnframt að sölumet alls ársins 2017 er fallið þótt mánuður sé eftir af 2018. Heildarsalan í fyrra var  571.577 bílar sem var met, en nú er salan komin í 582.096 eintök.

Í nýliðnum nóvember einum og sér seldi Volvo Cars 56.034 bíla, sem er 8,3% aukning frá í nóvember 2017.

mbl.is