Afboða sig í Genf

Jaguar E-pace verður ekki á bílasýningunni í Genf í byrjun …
Jaguar E-pace verður ekki á bílasýningunni í Genf í byrjun mars nk. mbl.is/​Hari

Þegar eru bílaframleiðendur farnir að afboða komu sína á bílasýninguna í Genf í mars á næsta ári, 2019.

Jaguar, Land Rover og DS verða fjarverandi og að sögn franska bílablaðsins Argus de l'Automobile stefnir allt í að franska samsteypan PSA Peugeot-Citroen sitji heima líka.

Hvort það þýði að Opel sniðgangi sýninguna einnig segir blaðið með öllu óljóst á þessu stigi. Argus de l'Automobile segir bílsmiðina heimasitjandi eflaust verða fleiri en sýningunni sem slíkri sé þó ekki ógnað.

Nokkuð var um fjarveru bílsmiða á Parísarsýningunni í október sl.

mbl.is