Mercedes C á toppinn í Danmörku

Mercedees-Benz C-klass.
Mercedees-Benz C-klass.

Það orð hefur farið af Dönum að þeir kaupi helst ekki annað en smábíla.

Á því hefur orðið all veruleg breyting ef marka má upplýsingar um bílasölu í Danaveldi í nýliðnum nóvember.

Mercedes C-klass reyndist söluhæsti bíllinn í mánuðinum, næst á undan Volkswagen Polo, Peugeot 208, VW Golf og VW Touran.

Þessu til viðbótar hefur orðið sú breyting, að jeppaflokkurinn er orðinn stærsti flokkur nýskráðra bíla í Danmörku. Hefur hlutdeild hans aukist úr 18% af sölunni í nóvember í fyrra í 26% í ár.

mbl.is