Chevrolet Volt á útleið

Chevrolet Volt verður ekki smíðaður mikið lengur.
Chevrolet Volt verður ekki smíðaður mikið lengur.

Chevrolet hefur ákveðið að hætta framleiðslu á rafbílnum Volt. Síðasta  eintakið verður smíða í mars á næsta ári, 2019.

Volt hefur lengstum þótt áhugaverður tvinnbíll en með óvenjulegri drifrás.  Og bæði Volt og stallbróðirinn Bolt voru farnir að rugla neytendur í ríminu. Þess utan voru þessir bílar talsvert dottnir niður í sölu.

Flestir voru bílarnir seldir árin 2012 og 2016 en náðu þó aldrei 25.000 eintökum á ári.

mbl.is