10 milljónir bíla á aldarfjórðungi

Bíll á leið eftir færiböndunum í bílsmiðjunni í Martorellá Spáni.
Bíll á leið eftir færiböndunum í bílsmiðjunni í Martorellá Spáni.

Fyrir helgi urðu þau tímamót í starfsemi bílsmiðju Seat í Martorell á Spáni að þar rann tíu milljónasti bíllinn af færiböndunum á 25 árum.

Rúmlega 12.500 starfsmenn eru í bílsmiðjunni í Martorell sem er sú stærsta á Spáni. Á aldnarfjórðungnum hafa þeir sent frá sér 39 mismunandi bílamódel, allt frá annarri kynslóð SEAT Ibiza og fyrstu kynslóð SEAT Cordoba til SEAT Arona og Audi A1, sem nýlega var hafin smíði á í verksmiðjunni.

Bílsmiðjan í Martorell hóf starfsemi 1993, en hún er sú þriðja stærsta í eigu VW-samsteypunnar í Evrópu. Þar hafa öll helstu módel SEAT frá 1993 verið smíðuð, ásamt Audi Q3 og A1.

Tíu milljónasti bíllinn er af gerðinni Arona FR 1,5 TSI í rauðum og svörtum lit. Hann er nú sýningargripur á sýningu í tilefni 25 ára afmælis bílsmiðjunnar í Martorell.

Bílsmiðja Seat í Martorell er ekkert smáflæmi.
Bílsmiðja Seat í Martorell er ekkert smáflæmi.
mbl.is