Hyundai trúir á vetnið

Hyundai FE þróunarbíllinn verður sérhannaður til brenslu vetnis.
Hyundai FE þróunarbíllinn verður sérhannaður til brenslu vetnis.

FCEV 2030 nefnir suður-kóreski bílsmiðurinn Hyundai framtíðarsýn sína, en hún felur í sér að fyrirtækið búi árið 2030 yfir afköstum er geri því kleift að smíða allt að 700.000 drifrásir fyrir vetnisbíla 2030.

Af þessum fjölda verður 70% ráðstafað til fólksbílsmíði en afgangurinn fer til að knýja drón, ferjur, gaffallyftara, rafala og þar fram eftir götunum.

Áform þessi munu kosta 7,6 milljarða kóreskra wona, sem er jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna, og skapa um 51.000 ný störf.

mbl.is