Íslandsmet hjá Volvo

Volvo jepparnir XC90, XC60 og XC40 hafa verið vinsælir að ...
Volvo jepparnir XC90, XC60 og XC40 hafa verið vinsælir að undanförnu.

Volvo hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár á lúxusbílamarkaði á heimsvísu og hefur sett nýtt sölumet á hverju ári undanfarin ár.

Ísland er þar engin undantekning því hlutdeild Volvo af lúxusbílamarkaði hér á landi var einstök og seldust yfir 600 nýir Volvo bílar á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Brimborg fagnaði 30 ára afmæli á árinu sem umboðsfyrirtæki Volvo á íslandi og um leið stærsta ári Volvo frá upphafi á Íslandi. Vinsælustu bílar Volvo eru jepparnir XC90, XC60 og XC40.

Lúxusbílamarkaðinum má skipta upp í einkabílamarkað, fyrirtækjamarkað og sölu lúxusbíla til bílaleiga. Er Volvo í sérflokki í tveimur fyrrnefndu.

Volvo með 36,7% hlutdeild einkabílamarkaði

„Á einkabílamarkaði lúxusbíla ber Volvo höfuð og herðar yfir aðra lúxusbíla með 36,7% hlutdeild á árinu sem var að líða og jók söluna á þeim markaðshluta um 90%,“ segir í tilkynningunni.

Á fyrirtækjamarkaði lúxusbíla var Volvo einnig með mesta hlutdeild lúxusbíla eða 26% og jók söluna um 66%. Volvo var með um 8% hlutdeild í sölu lúxusbíla til bílaleiga og því var heildarhlutdeild Volvo á lúxusbílamarkaði 30,3%. Jókst sala Volvo um tæp 68% en 605 nýir Volvo bílar voru nýskráðir á árinu sem er eins og áður segir nýtt met í sölu Volvo á Íslandi.

mbl.is