Hyundai sýnir ferðamáta framtíðarinnar á morgun

Vetnisbíllinn Hyundai Nexo.
Vetnisbíllinn Hyundai Nexo.

Hyundai á Íslandi heldur sérstaka rafbílasýningu á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 16 þar sem vetnisbíllinn Nexo verður meðal annars frumsýndur. Í sýningarsalnum verða auk Nexo, Kona EV, Ioniq EV og tengiltvinnbíllinn Ioniq Plug in Hybrid og verða þrír síðast nefndu bílarnir jafnframt til taks í reynsluakstur.

Á sýningunni býðst áhugasömum gestum að skrá sig í reynsluakstur á Nexo eftir helgi, en frumsýningarbíllinn er sá eini sem kominn er til landsins.

Nexo er búinn 163 hestafla rafmótor, 40kW rafhlöðu og efnarafal sem vinnur rafmagn úr súrefni úr andrúmsloftinu og vetni af eldsneytistanki bílsins og hleður því á rafhlöðuna þaðan sem rafmótorinn sækir orkuna. Ekki þarf að hlaða rafhlöðu bílsins sérstaklega. Drægi Nexo er um 666 km, úr kyrrstöðu í hundraðið fer hann 9,2 sekúndur og hámarkshraði um 180 km/klst.

Rafknúni borgarjepplingurinn Hyundai Kona EV er 100% rafbíll sem hægt er að aka um 449 km á hleðslunni samkvæmt WLTP. „Bíllinn hefur hvarvetna fengið góðar viðtökur fyrir hagstætt verð, ríkulegan búnað, aksturseiginleika, drægi og snerpu enda er hann rúmlega 200 hestöfl og aðeins 7,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. í Bretlandi hefur Kona EV nú bæði verið kjörinn „Bíll ársins“ og „Fjölskyldubíll ársins“ hjá Next Green Car Awards,“ að því er segir í tilkynningu.

Umhverfismildur

Hyundai Ioniq EV er 120 hestafla hreinn rafbíll með yfir 200 km drægi. Hann er boðinn í þremur búnaðarútgáfum (Classic, Comfort og Style), hefur fengið virt hönnunarverðlaun og víða verið kosinn bíll ársins vegna góðs rýmis, aksturseiginleika og ríkulegs þæginda- og öryggisbúnaðar. Bíllinn hefur meðal annars verið kjörinn „Umhverfismildasti bíllinn á markaðnum“ af Samtökum bifreiðaeigenda í Þýskalandi auk þess sem Auto Bild þar í landi sagði hann „hagkvæmustu rafbílakaupin“ 2018.

Tengiltvinnútgáfan Ioniq Plug in Hybrid hefur sömuleiðis verið vel tekið á mörkuðunum og var nú síðast í janúar kjörinn „Besti tengiltvinnbíllinn“ í sínum verðflokki hjá What Car? í Bretlandi. Bíllinn hefur annars vegar 1,6 lítra Atkinson GDi-bensínvél og hins vegar 44,5 kW rafmótor, sem tengjast sex þrepa sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Saman skila vélarnar 141 hestafli. Hægt er að aka bílnum rúmlega 60 km á rafmótornum einum saman.

Vel búnir rafbílar

„Allir rafbílar Hyundai á Íslandi eru vel búnir þæginda- og öryggisbúnaði eins og hægt er að kynna sér á bl.is eða hyundai.is. Nexo, sem kynntur verður fyrst á sýningunni á laugardag, er nýjasta flaggskip Hyundai í flokki sífellt stækkandi flota grænna bíla sem byggja á mismunandi lausnum í samræmi við mismunandi aðstæður og þörfum viðskiptavina. Hann er búinn öllum helstu tækninýjungum Hyundai sem einstök markaðssvæði geta valið úr í samræmi við eigin þarfir og hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á morgun. Nexo hefur þegar hlotið margvísleg alþjóðaverðlaun, meðal annars fyrstu verðlaun sem „Val ritstjóra Reviewed.com“ á einni stærstu tækniráðstefnu heims sem árlega fer fram í Las Vegas,“ segir í tilkynningunni fyrrnefndu.

Hyundai Ioniq tegiltvinnbíllinn.
Hyundai Ioniq tegiltvinnbíllinn.
Hyundai Kona EV
Hyundai Kona EV
Hyundai Iioniq EV.
Hyundai Iioniq EV.
mbl.is