137 km umfram hámarkshraða

Franskur herlögreglumaður við umferðareftirlit.
Franskur herlögreglumaður við umferðareftirlit. AFP

Herlögreglan í franska bænum La Ferte-Bernard greip  knapa á mótorhjóli glóðvolgan þar sem hann fór  um á 217 km/klst hraða á vegi með 80  km hámarkshraða.

Atvikið átti sér stað á laugardaginn var skammt frá smábænum Cormes í sýslunni Sarthe um klukkan 18 síðdegis. Mældist ferðhraði knapans 137 km/klst umfram leyfileg mörk.

Ökufanturinn er 42 ára og var hann ekki bara sviptur ökuréttindum á staðnum heldur var og mótorhjólið gert upptækt.

mbl.is