Hyundai vaxið mest í áliti

Vetnisbíllinn Nexo (t.v.) og rafbíllinn Kona (t.h.) eru meðal nýjustu ...
Vetnisbíllinn Nexo (t.v.) og rafbíllinn Kona (t.h.) eru meðal nýjustu bílamódela Hyundai.

Hyundai er það bílamerki sem vaxið hefði mest í áliti hjá neytendum á undanförnum misserum, samkvæmt lesendakönnun þýska tímaritsins Auto motor und sport.

Í umfjöllun sinni um niðurstöðurnar, Best Cars 2019, beinir ritið kastljósinu að þeim mikla árangri og framförum sem átt hafa sér stað hjá Hyundai Motor, sem endurskapað hafa ímynd fyrirtækisins sem eins helsta nútímaframleiðanda heims á sviði bílaframleiðslu, eins og komist er að orði.

Í niðurstöðum könnunarinnar segir að enginn hafi náð viðlíka árangri og Hyundai í stórstígum framförum á sviði tækniþróunar sem skilað hafi framúrskarandi umhverfismildum fólksbílum til almennings. Þátttakendur í könnuninni mátu Hyundai sem það bílamerki sem vaxið hefði mest í áliti hjá neytendum á undanförnum misserum.

Könnunin Best Cars 2019 var sú 43. í röðinni en kannanirnar hafa verið gerðar árlega frá 1976. Meira en 105 þúsund þátttakendur í Þýskalandi greiddu atkvæði og útnefndu þau vörumerki sem þeir telja að séu fremst í mörgum mismunandi flokkum.

Enda þótt þróunin sé sú, að sögn ritstjóra Auto motor und sport, að traust neytenda fari almennt hnignandi, er Hyundai samt eitt fárra vörumerkja sem juku trúverðugleika sinn í augum neytenda. Traust á vörumerkinu Hyundai jókst um 9 prósentustig frá könnuninni 2018 sem er mesta styrking meðal vörumerkja milli ára,“ að því er segir í tilkynningu.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »