Tesla nú með hundastillingu

Tesla hefur fundið einfalda lausn á alvarlegu vandamáli hundaeigenda.
Tesla hefur fundið einfalda lausn á alvarlegu vandamáli hundaeigenda.

Fara þarf afskaplega varlega þegar gæludýr er skilið eftir eitt í bíl. Ef sólin skín getur bíllinn hitnað hratt og er voðinn vís ef seppi litli eða kisi ofhitnar.

Að sama skapi er stundum óhjákvæmilegt að þurfa að skjótast aðeins inn í búð eða banka á meðan gæludýrið er með í för, en getur eðlilega valdið öðrum vegfarendum áhyggjum ef þeir sjá dýrið eitt í bílnum. Eru dýravinir jafnvel visir til að brjóta rúðu og bjarga dýrinu úr hitanum ef þeir telja hættu á ferðum.

Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur þróað sniðuga, en um leið augljósa, lausn á þessum vanda: hundastillingu.

Ef skilja þarf voffa eftir einan er einfaldlega fyrst farið inn í stjórnborð bílsins, og hundastillingin valin. Ökumaður getur þá brugðið sér frá áhyggjulaus því loftkælingin helst áfram í gangi og dýrinu verður ekki of heitt. Þá birtast upplýsingar á stórum skjánum sem láta fólk sem á leið hjá vita að hunda-stillingin sé í gangi, bíllinn sé nægilega kaldur og eigandinn væntanlegur aftur að ökutækinu innan skamms.

ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: