Nýr Lexus kynntur í Garðabæ

Hinn nýi Lexus UX 250h.
Hinn nýi Lexus UX 250h.

Lexus kynnir nýjan bíl í höfuðstöðvum sínum í Garðabæ næstkomandi laugardag, nýjan snjalljeppa sem fellur í stærðarflokk sem enginn Lexus hingað til hefur  fallið í.

Jeppi þessi heitir Lexus UX 250h og er um að ræða fyrstu kynslóðo hans. Hann er útbúinn tvinnvélum og fæst bæði framhjóla- og fjórhjóladrifinn.

Sýningin fer fram hjá Lexus í Kauptúni í Garðabæ, klukkan 12 til 16 á laugardag.

„Lexus UX 250h er búinn nýja Lexus Safety System + sem er heildstætt forvarnarkerfi og er meðal annars með greiningu á gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki, LDA-akgreinaskynjara, sjálfvirku háljósakerfi, ratsjárstilli og umferðaskiltaaðstoð,“ segir í tilkynningu.

Lexus UX 250h
Lexus UX 250h
Hinn nýi Lexus UX 250h.
Hinn nýi Lexus UX 250h.
Lexus UX 250h
Lexus UX 250h
Hinn nýi Lexus UX 250h.
Hinn nýi Lexus UX 250h.
Hinn nýi Lexus UX 250h.
Hinn nýi Lexus UX 250h.
mbl.is