Golf á toppnum

Volkswagen Golf situr fast á toppnum.
Volkswagen Golf situr fast á toppnum.

VW Golf verður ekki skákað svo auðveldlega en hann er söluhæsti fólksbíllinn  í Evrópu.

Samkvæmt gögnum um nýskráningar bíla í febrúarmánuði er Golf eftirsóttasti bíllinn í augum flestra neytenda. Og það þrátt fyrir 14% sölusamdrátt sem rakinn er til þess að bílkaupendur bíði nýs módels.

Í næstu fimm sætum yfir söluhæstu fólksbílana eru Renault Clio, VW Polo, Citroen C3, Peugeot 208 og Ford Focus, samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu JATO Dynamics.

Í sjöunda sæti á listanum er litli sportjeppinn VW T-Roc og telur JATO, að líklega hafi hann laðað marga Golf-menn og konur til sín.

mbl.is