Þrjú módel Opel kvödd

Opel Adam verður fórnað.
Opel Adam verður fórnað.

Franska bílablaðið Auto Plus skýrði frá því í gær, mánudag, að franska bílasamsteypan PSA væri við það að hætta sölu og smíði þriggja Opel-módela.

Þessu heldur og Reuters-fréttastofan fram og segir að Philippe de Rovira, fjármálastjóri PSA, hafi á símafundi með fjármálagreinendum nýverið gefið ótvírætt til kynna að hætt yrði smíði þriggja módela sem framleidd væru í smiðjum Opel í Þýskalandi.

Í kjölfar erfiðs fyrsta ársþriðjungs í rekstrinum teldi PSA þörf fyrir „vorhreingerningar“ í starfseminni, að sögn Reuters. Þau módel sem helst væru nefnd sem dauðadæmd væru smábílarnir Adam og Karl og blæjubílinn Cascada. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: