Fagna sumrinu með Kia GT-Line sýningu

Kia Stinger verður á sýningunni.
Kia Stinger verður á sýningunni.

Kia blæs til stórsýningar nk. laugardag 18. maí í nýju Kia húsi að Krókhálsi. Þar verður sumrinu fagnaðog verður breið GT lína Kia til sýnis.

Verðlaunabílarnir ProCeed og Stinger verða í salnum sem og Picanto, Rio, Sportage og Sorento í GT Line útfærslum.

„Það er sannarlega stór dagur á laugardaginn enda úrslitakeppni Eurovision um kvöldið þannig að fólk getur tekið forskot á sæluna og skoðað hina breiðu línu Kia bíla hér á Krókhálsinum fyrri hluta dagsins. Sölumenn Kia verða í góðum gír að vanda og munu taka vel á móti gestum. Við erum afar stolt af góðum árangri Kia en merkið er það söluhæsta hér á landi síðustu sex mániðu ef miðað er við bíla til einstaklinga og fyrirtækja annarra en bílaleiga. Það hefur verið góður gangur í þessu hjá okkur og þar skiptir mestu máli ánægðir viðskitpavinir sem hafa tekið Kia opnum örmum sem er ánægjulegt,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia, í tilkynningu.

mbl.is