Ferrari stækkar og stækkar

Ferrari Tributo F8
Ferrari Tributo F8

Ferrari afhenti samtals 9.251 sportbíl árið 2018, eða 850 fleiri en árið áður.

Umsetningin jókst þó ekki nema um 0,1% í 3,42 milljarða evra og skýrist af hlutfallslega meiri sölu billegri bílmódela.

Ferrari kom fram með fjögur ný módel á árinu og jókst rekstrarhagnaður fyrirtækisins af veltu um 24,1% sem er hækkun frá 2017 er hann nam 22,7% af veltu.

Samkvæmt áætlunum Ferrari er gert ráð fyrir 3% framleiðsluaukningu 2019 og fimm ný bílamódel munu sjá dagsins ljós.  Tributo F8 er þegar kominn á götuna og splunkunýr bíll  með hverfilblásinni 720 hestafla V8 tvinnvél verður afhjúpaður í Maranello á næstu vikum.

mbl.is