Citroen tók þrennu

Flaggskip franska bílsmiðsins, Citroen C5 Aircross jeppinn, vann heildarverðlaun tímaritsins …
Flaggskip franska bílsmiðsins, Citroen C5 Aircross jeppinn, vann heildarverðlaun tímaritsins DieselCar & EcoCar. Hann var útnefndur „bíll ársins“ og varð einnig útnefndur „besti meðalstóri jeppinn“.

Citroen hlaut þrenn af helstu verðlaunum bílaritsins DieselCar & EcoCar, sem veitt voru í síðustu viku.

Citroen C5 Aircross jeppinn, flaggskip franska bílsmiðsins, vann heildarverðlaun tímaritsins og var útnefndur „bíll ársins“. Hann var einnig valinn „besti meðalstóri jeppinn“

Loks hélt Grand C4 SpaceTourer titlinum „besti meðalstóri fjölnotabíllinn“ sem hann hlaut nú fjórða árið í röð.

Í frétt DieselCar & EcoCar tímaritsins segir, að nýi Citroen C5 Aircross jeppinn hafi hrifið dómnefndarmenn fyrir einstaka og fjölskylduvæna hönnun, fjölda skraddarasniðinna valmöguleika í útfærslu bílsins og óvenjuleg íveruþægindi sem þakka megi sérhönnuðum sætunum og vökvadrifnu fjöðrunarkerfi.

C5 Aircross varð einnig hlutskarpastur í flokki meðalstórra jeppa. Réði þar miklu að hann býr yfir stærra og breytanlegu farangursrými sem býður upp á sjálfstæða tilfærslu hvers og eins aftursætanna þriggja.

Besti þarfaþjónninn

Til viðbótar árangri Citroen hjá DieselCar & EcoCar hlaut nýi stallbróðirinn Peugeot Rifter útnefninguna „besti þarfaþjónninn“ (BUV). Sömuleiðis komust nýju Peugeot jeppamódelin 508, 3008 og 5008 á lista tímaritsins yfir 50 bestu vistvænu og gagnlegustu bílana. Peugeot 3008 varð í þriðja sæti í heildina Á honum hreppti og Citroen C4 Cactus þrítugasta sætið.

Citroen C5 Aircross var útnefndur „besti meðalstóri jeppinn“.
Citroen C5 Aircross var útnefndur „besti meðalstóri jeppinn“.
Peugeot Rifter var útnefndur besti þarfaþjónninn.
Peugeot Rifter var útnefndur besti þarfaþjónninn.
mbl.is