Mörg hundruð milljóna króna sportbílar í Íslandsheimsókn

McLaren-bílar eru áberandi í hópnum.
McLaren-bílar eru áberandi í hópnum. Haraldur Jónasson/Hari

Stórmerkilegur hópur ofursportbíla er á Íslandi um þessar mundir, og raunar hægt að fullyrða að aldrei hafi á landinu sést annar eins floti samankominn. Leynast ökutækin í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu í augnablikinu en verða töluvert á ferðinni næstu daga.

Samkvæmt heimildum blaðsins tilheyra tryllitækin hópi sterkefnaðra bílasafnara sem ferðast hingað og þangað um heiminn á ofursportbílum sínum og drossíum. Verður hópurinn á Íslandi um nokkurra daga skeið og sennilegt að hann freisti þess að vitja helstu náttúruperla á bílunum sem margir kosta jafnvirði hundraða milljóna króna og eru jafnvel einstakir í öllum heiminum.

Heimildarmaður Morgunblaðsins segir félaga þessa ökumannahóps ekki vilja láta mikið á sér bera og forðist að láta andlit sín sjást á myndum af ferðalögum sínum. Sumir þeirra eiga stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum en sýna þá aðeins bílasafn sitt en ekki sig sjálfa.

Porsche 918.
Porsche 918. Haraldur Jónasson/Hari

Ljósmyndari Morgunblaðsins náði nokkrum myndum af flotanum og má þar m.a. greina:

McLaren P1; 903 hestafla ofursportbíl sem framleiddur var í aðeins 375 eintökum og kostaði nýr jafnvirði um 430 milljóna króna miðað við gengi gjaldmiðla í dag.

McLaren Senna sem er nýjasti ofursportbíllinn í McLaren-fjölskyldunni. Er með 789 hestafla vél og kostar um milljón dala.

McLaren MSO R sem aðeins var framleiddur í tveimur eintökum (annar með blæju og hinn án) og kostaði sennilega nokkrar milljónir dala.

Porsche 918; 600 hestafla tryllitæki, sem kostaði um og yfir milljón dali á sínum tíma.

Að auki má nefna Rolls-Royce Wraith, Mercedes-Benz SLS AMG, Ferrari 488, Aston Martin DB 11 og McLaren 600LT.

Má áætla að samanlagt kosti þessir glæsilegu draumabílar vel yfir milljarð króna og ætti að vera mikil upplifun fyrir þá sem verða svo heppnir að sjá þá í halarófu á leið sinni um landið.

McLaren MSO R. Aðeins voru framleidd tvö eintök þessarar gerðar; …
McLaren MSO R. Aðeins voru framleidd tvö eintök þessarar gerðar; annar með blæju og hinn án. Haraldur Jónasson/Hari
McLaren XGT.
McLaren XGT. Haraldur Jónasson/Hari
McLaren P1 er hér í forgrunni.
McLaren P1 er hér í forgrunni. Haraldur Jónasson/Hari
Í flotanum eru bæði þýskir, ítalskir og breskir draumabílar.
Í flotanum eru bæði þýskir, ítalskir og breskir draumabílar. Haraldur Jónasson/Hari
Rolls-Royce Wraith.
Rolls-Royce Wraith. Haraldur Jónasson/Hari
Mercedes-Benz SLS AMG.
Mercedes-Benz SLS AMG. Haraldur Jónasson/Hari
Ferrari 488.
Ferrari 488. Haraldur Jónasson/Hari
McLaren Senna, nefndur eftir kappaksturshetjunni Ayrton Senna sem leiddi Formúlu-lið …
McLaren Senna, nefndur eftir kappaksturshetjunni Ayrton Senna sem leiddi Formúlu-lið McLaren til sigurs 1988, 1990 og 1991. Haraldur Jónasson/Hari
Aston Martin DB11 í forgrunni.
Aston Martin DB11 í forgrunni. Haraldur Jónasson/Hari
Gróflega reiknað er meðalverð bílanna á bilinu hálf til ein …
Gróflega reiknað er meðalverð bílanna á bilinu hálf til ein milljón dala. Haraldur Jónasson/Hari
Fallegir eru þeir, frá öllum hliðum.
Fallegir eru þeir, frá öllum hliðum. Haraldur Jónasson/Hari
Blaðamaður Morgunblaðsins reynsluók Aston Martin DB11 í Singapúr í fyrra …
Blaðamaður Morgunblaðsins reynsluók Aston Martin DB11 í Singapúr í fyrra og fjallaði um í Bílablaðinu. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is