Dráttarvélar rjúka út

John Deere dráttarvél.
John Deere dráttarvél.

Séu kaup á dráttarvélum markverður mælikvarði á ástand og horfur í landbúnaði virðist franskir bændur  horfa fram til betri tíðar með eitthvað af blómum í haga.

Á fyrsta fjórðungi ársins er nefnilega dráttarvélakaup bændanna 45%meiri en á sama tímabili í fyrra.

Alls voru 7.591 ein dráttarvél nýskráð frá áramótum til marsloka, að sögn franska bílaritsins Auto Plus.

Söluhæsta merkið var John Deere með 16% skerf af þessari sölu sem er 76% aukning frá í fyrra. Í öðru sæti varð New Holland með 13% skerf og í því þriðja Claas með  9% hlutdeild.  Þar á eftir komu Kubota með 8% hlut, Fendt, Massey Fergusson, Manitou, Case H, JCB, Iseki með 3% hvert merki.

mbl.is