BMW og JLR þróa rafbíla saman

Nýi BMW iX3 jeppinn kemur á götuna á næsta ári.
Nýi BMW iX3 jeppinn kemur á götuna á næsta ári.

Bílsmiðirnir BMW og Jaguar Land Rover hafa áveðið að slá saman í púkk og eiga með sér samvinnu um þróun einstakra íhluta fyrir næstu kynslóð rafbíla.


BMW mun áfram vinna með FiatChrysler að þróun sjálfekinna bíla og með Daimler um aðrar framtíðarlausnir í samgöngum. Loks smíðar kínverski bílsmiðurinn Great Wall smábíla fyrir BMW.  
 
Samvinnan við Jaguar varðar fyrst og fremst íhluti sem koma í fyrsta lagi til notkunar á næsta ári, og þá í drifrás nýs rafdrifins iX3 jeppa.

Nýi BMW iX3 jeppinn kemur á götuna á næsta ári.
Nýi BMW iX3 jeppinn kemur á götuna á næsta ári.
mbl.is