Sex þúsund GS enn í umferðinni

Citroen GS.
Citroen GS.

Franska bifreiðaskráin er liðug  á birtingu hvers konar talnafræði og svarar m.a. spurningum eins og hversu margir Citroen GS eru enn í umferð.

Svarið er að finna í bílablaðinu Auto Plus en þar segir, að 5.940 eintök séu á skrá.

Citroen GS var valinn bíll ársins 1971 og naut mikilla vinsælda á árunum milli 1970 og 1980. Er þetta módel það þriðja stærsta að magni í framleiðslusögu Citroen en framleidd voru 2,5 milljónir eintaka.

Aðeins hafa fleiri eintök verið smíðuð af „bragganum“ Citroen 2CV svo og Citroen Ax.

Citroen GS er eftirsóttur meðal þeirra sem vilja helst ferðast um eins og í gamla daga; ekki í takt við nútímans og andrúms hans.

Á bílaskránni eru 896 eintök af fjögurra dyra bílnum og 5.044 eintök af fimm dyra útgáfunni,  Citroen GSA. Síðasta eintakið var smíðað 1986.

Skildu einhver eintök af þessum módelum vera á skrá hér á landi?

Citroen GS.
Citroen GS.
mbl.is