Þungbúin teikn á lofti

Bíll á færibandinu í bílsmiðju PSA Peugeot Citroen í Mulhouse …
Bíll á færibandinu í bílsmiðju PSA Peugeot Citroen í Mulhouse í Frakklandi. AFP

Kreppa blasir við í bílaframleiðslu að mati stofnunarinnar CAR, sem er hluti af Duisburg-Essen háskólanum.

Í nýrri skýrslu um horfur í bílaframleiðslu áætlar hún, að í ár verði seldar 79,5 milljónir bíla af öllu tagi í heiminum. Með öðrum orðum muni salan skreppa saman um fimm prósent 2019. Sé það meiri árssamdráttur en á tímum alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

CAR, sem hefur gott orð á sér, segir að umfram afkastageta kínverskra bílsmiðja skapi vandamál. Þar í landi hafi verið smíðaðar 23,3 milljónir bíla í fyrra eða sem svarar 28% af heimsframleiðslunni.

Bílasala verður 30% minni árið 2022 miðað við í dag, að því er bandaríski bankinn Bank of America/Merrill Lynch segir í nýrri greiningu á horfum á bílamarkaðinum í Bandaríkjunum.

Bankinn leggur að bílaframleiðendum að lækka ekki verð eins og gert var í upphafi fjármálakreppunnar alþjóðlegu fyrir röskum áratug. Heldur skuli þeir leita eftir að auka rekstrarhagnað, annars geti þeir aldrei fjárfest í nýtækni.

Bent er á að í pípunum séu 62 ný bílamódel á næstu fjórum árum í stað 40 venjulega og það gæti leitt til frekari ófarfnaðar.

mbl.is