1.943 færri nýir bílaleigubílar

Mánaðarleg nýskráning bílaleigubíla í ár og fyrra.
Mánaðarleg nýskráning bílaleigubíla í ár og fyrra.

Bílaleigur hafa kippt að sér hendinni í kaupum á nýjum bílum, svo sem sjá má á meðfylgjandi töflu um mánaðarlega nýskráningu bílaleigubíla það sem af er ári og allt árið 2018. 

Á markaði bílaleiga voru 716 bílar nýskráðir í júní, 48% færri en í fyrra þegar þeir voru 1.381 í sama mánuði.

Á fyrri árshelmingi þessa árs voru 33,5% færri bílaleigubílar nýskráðir en á sama tímabili 2018 og munar þar hátt í tvö þúsund bílum það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra.

mbl.is