Banna viðskipti um bíllúgur

Beðið eftir afgreiðslu um bíllúgu á skyndibitastað.
Beðið eftir afgreiðslu um bíllúgu á skyndibitastað.

Borgarstjórnin í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur bannað viðskipti um bíllúgur, svonefnda drive-throughs starfsemi. Flytjendur tillögu þar að lútandi sögðu að með afnámi þessara viðskiptahátta yrðu vegir öruggari og andrúmsloftið hreinna.

Rekstur af þessu tagi er þó ekki ýkja útbreiddur í Minneapolis, að sögn fréttavefsins Wedge Live. Það eru fyrst og fremst skyndibitastaðir og vínbúðir sem stundað hafa viðskipti um bíllúgur  þar í borg.

Rannsóknir hafa sýnt, að svæði kringum skyndibitastaði eru sérdeilis hættuleg gangandi vegfarendum vegna fjölda að- og fráreina. Þykir algengt að ökumenn afvegaleiðist rétt áður en þeir panta sér mat við bíllúgur og á því augnabliki  sem þeir aka á brott með snæðing sinn.

Í Flórída hefur rannsókn leitt í jós fjölgun ákeyrsla á gangandi vegfarendur í grennd við  skyndibitastaði í hverfum tekjulítilla. McDonald’s, Wendy’s og Taco Bell tengdust allir aukinni slysahættu.

Þá segir í samþykkt Minneapolisborgar, að loftgæði myndu aukast í borginni vegna minni lausagangs bifreiða. Með því að binda endi á hann væri stuðlað að því að markmið  borgarinnar um að draga úr losun gróðurhúsalofts um 80% fram til ársins 2050 næðust. 

mbl.is