BMW besta bílmerkið

BMW er besta bílmerkið að mati Dana.
BMW er besta bílmerkið að mati Dana.

Rúmlega 28.000 Danir hafa komist að niðurstöðu um hver séu bestu bílmerkin og hver séu þau sístu. Fimmta árið í röð skrapa þrjú sömu merki botninn.

Í neðsta sæti með 816 stig af 1.000 mögulegum í rannsókn FDM.dk varð Fiat. Merkinu fer þó fram um 2,3 stig frá sömu könnun fyrir ári. Dugði það þó ekki til að skjótast upp fyrir Mitsubishi sem varð næstneðst með 823 stig. Í næstu sætum urðu svo Renault, Citroen og Seat.

Almennt séð styrktu bílmerkin stöðu sína gagnvart frönskum neytendum frá í fyrra, eða um 1,9% að meðaltali. Mest bættu sig Kia, eða um 3,3%, og Hyundai um 3,2%.

Þátttakendurnir 28.000 í könnuninni þurftu að svara allt að 120 spurningum og voru merkin mæld og vegin út frá fjórum forsendum; þægindum, gæðum, ágæti umboða, ágæti verkstæða og hollustu við merkin.

Rétt eins og í fyrra kom BMW út í fyrsta sæti með 920 stig, eða 11 fleira en Volvo. Í þriðja sæti varð Mercedes-Benz.

mbl.is