87,8% vegna mannlegra mistaka

25,5% umferðarslysa verða vegna umhverfisþátta.
25,5% umferðarslysa verða vegna umhverfisþátta. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina.

Er hún byggð á skoðun á 14 þúsund slysum á tíu ára tímabili frá 2008-2017. Fram kemur að af þeim slysum sem rekja megi til mannlegra mistaka megi greina orsakavaldana í þrennt. 22% slysanna eru vegna þess að of stutt bil er milli bifreiða, 19% vegna ökumanns sem veldur slysi og 12% vegna þess að ógætilega er skipt um akrein.

25,5% umferðarslysa verða vegna umhverfis en 62% slysa sem rekja má til umhverfis verða vegna slæmrar færðar. 2,9% allra umferðarslysa má rekja til bifreiðarinnar og 3,4% til annarra orsaka, að því er fram kemur í rannsóknarskýrslunni.

Samkvæmt rannsókninni hefur slysum fjölgað frá árinu 2008 en fjölgunin er ekki stöðug á tímabilinu. Sérleg aukning er á árinu 2009 en stökkið frá 2008 til 2009 var 49%. Frá árinu 2012 hefur fjölgunin verið nokkuð stöðug. Fjölgun slysa frá 2008 til 2017 er 60%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »