32,4% færri bílaleigubílar nýskráðir

Sala á bílaleigubílum.
Sala á bílaleigubílum.

Nýskráninum bílaleigubíla fækkaði um 32,4% í nýliðnum ágústmánuði samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.

Í mánuðinum voru 224 bílaleigubílar nýskráðir, 9% færri en í sama mánuði 2018, en rúmum 32% færri sé litið til fyrstu átta mánaða ársins samanborið við sama tímabil fyrra árs.

Á síðasta ári voru alls 7.039 bílaleigubílar nýskráðir hér á landi. Það sem af er þessu ári hafa 4.432 bílaleigubílar verið nýskráðir, en þeir voru 6.561 á sama tímabili 2018, 2.129 fleir en í ár, eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu.

mbl.is