Nýr Defender fram á sjónarsviðið

Hinn nýi Land Rover Defendere kemur í tveimur stærðum.
Hinn nýi Land Rover Defendere kemur í tveimur stærðum.

Nýr Land Rover Defender var kynntur til leiks á bílasýningunni í Frankfurt en þótt í stórum dráttum svipað sé hefur útlit jeppans annálaða fengið andlitslyftingu fyrir 21. öldina.

Fulltrúar bresku bílsmiðjunnar segja að við hönnunina hafi verið gengið út frá öryggi allrar fjölskyldunnar. Hann sé smíðaður fyrir forvitna og ævintýrafólk.

Útlínurnar eru í megin atriðum kunnuglegar en samt nýjar. Hann sýnist harðnagli og er það en samt hannaður til að vera spennugjafi. Defender býður upp á sveigjanleika í afköstum og notkun og má laga að kröfum hvers og eins.

Land rover Defender byggir á yfir 70 ára reynslu og nýtur sérstöðu meðal landkönnuða, líknarfélaga og ævintýrafólks um heim allan. Hann þykir hafa sannað sig við erfiðustu aðstæður á vegum sem utan þeirra og siglir nýr Defender í það kjölfar, búinn 21. aldar tækni í vél- og stjórnkerfum og í innanrými.

Defeneder 110 verður fyrst um sinn fáanlegur með sætum fyrir sjö manns og í sjö mismunandi útgáfum, Explorer, Adventure, Country og Urban. Síðar bætist við smærri Defender 90. Um síðir bætast við tvinnútgáfur og þar á meðal tengiltvinnútgáfa, ýmist með bensín eða dísilvél í aflrásinni. Arðfarmur verður allt að 900 kíló og dráttargeta 3,5 tonn og óhætt er að senda hann yfir allt að 90 sentímetra djúpt vatn.

Úr innanrými hins nýja Land Rover Defender.
Úr innanrými hins nýja Land Rover Defender.
mbl.is

Bloggað um fréttina