Dóninn hlaut makleg málagjöld

Eigandi bílsins galt það dýru verði að leggja þar sem …
Eigandi bílsins galt það dýru verði að leggja þar sem honum var það óheimilt.

Það borgar sig ekki að leggja ólöglega eða á kostnað annarra. Á því fékk maður nokkur að kenna á dögunum.

Vettvangurinn er stórverslun í Temperley við Buenos Aires. Maður nokkur hirti ekki um að leggja bílnum á þar tilætluðum bílastæðum fyrir gesti, heldur lagði í stæði starfsmanna og gerði það ekki sem best.

Þetta fór fyrir brjóstið á starfsmönnum verslunarinnar sem þó hafa séð margt óvenjulegt þegar bílastæði eru annars vegar. Þótti þeim framferði ökumanns móðgun við sig og ákváðu að veita kauða makleg málagjöld. Sóttu innkaupakerrur í stórum stíl og lögðu þeim allt í kringum bílinn, sem var af gerðinni Peugeot 308. Tók það eiganda hans langan tíma að greiða úr flækjunni og ná bíl sínum  út.

mbl.is