Ný heimasíða BGS í loftið

Táknmerki Bílgreinasambandsins.
Táknmerki Bílgreinasambandsins.
<div>

<span><span>Undanfarna mánuði hefur Bílgreinasambandið unnið að gerð nýrrar heimasíðu og fór hún í loftið í byrjun vikunnar. </span></span>

<span><span>Mun vefumsjónarkerfið að baki henni bjóða upp á mun fleiri möguleika fyrir BGS til að koma á framfæri efni og upplýsingum til sinna félagsmanna, fjölmiðla og almennings. Viðburðir eru nú aðskildir frá fréttum, þannig að báðir flokkar fá meiri sess á forsíðu.</span></span>

<span><span>Tölfræði verður gert hátt undir höfði. Einn liður í því er að hún fær sérstakt pláss á forsíðu þar sem áhugaverðir „tölfræðimolar“ verða reglulega settir inn. <br/></span></span>

<span><span>Félagatal er endurbætt þar sem hver félagsmaður fær sitt eigið „spjald“ með helstu upplýsingum um hann – ásamt því að það er möguleiki að setja inn lógó. Því til viðbótar er hægt að velja ákveðnar síur í félagatalinu sem birta eingöngu félagsmenn sem bjóða upp á valdar þjónustur (t.d. smur, sprautun, o.s.frv.). Mun það auðvelda þeim sem eru að leita að ákveðinni þjónustu að finna réttan aðila til verksins.</span></span>

</div>
mbl.is