Ofurbíll McLaren út á vegina

Með sínu dropalagi smýgur McLaren Speedtail léttilega gegnum loftið.
Með sínu dropalagi smýgur McLaren Speedtail léttilega gegnum loftið.

Sést hefur að undanförnu til nýjasta sportbílsins úr smiðju McLaren við þróunarakstur.  Hann verður hraðskreiðasti sportbíll heims sem smíðaður er til aksturs á götum úti.

McLaren Speedtail heitir nýi bíllinn sem er 5,5 metra langur. Sæti ökumanns er fyrir miðjum bílnum og til hvorrar handar við ökumann en ögn aftar verður sæti fyrir farþega.

Vegna þessa fyrirkomulags verður bíllinn ólöglegur á bandarískum vegum. Það virðist engu skipta því þriðjungur þeirra sem hefur skráð sig fyrir eintaki á þar heima.

Ljóst má vera að hraðskreiðni bílsins  verður sjaldnast notið á þjóðvegunum, nema í mesta lagi hraðbrautum Þýskalands. Hámarkshraðinn er nefnilega  400 km/klst.

Alls verða smíðuð 106 eintök af McLaren Speedtail  eða nákvæmlega jafnmörg og framleidd voru af hinum annálaða McLaren F1 bílnum á sínum tíma. Fyrir eintak verður kaupandi að reiða fram um tvær milljónir evra sem svarar til um 270 milljóna króna.

McLaren hefur ekkert gefið upp um aflrás Speedtail. Sérfræðingar sjá þar fyrir sér fjögurra lítra V8 vél með tvöfaldri forþjöppu eða álíka þeirri  sem knýr bæði 720 S og Senna sportbílana. Með rafmótor til viðbótar ætti heildarafl hans að vera um 1.000 hestöfl.

Með sínu dropalagi smýgur McLaren Speedtail léttilega gegnum loftið.
Með sínu dropalagi smýgur McLaren Speedtail léttilega gegnum loftið.
McLaren Speedtail smýgur léttilega gegnum loftið.
McLaren Speedtail smýgur léttilega gegnum loftið.
mbl.is