Bílstjórar samþykkir áfengismælum

Áfengismælir í rútu í París.
Áfengismælir í rútu í París. mbl.is/afp

Evrópusambandið (ESB) hefur ákveðið að frá og með árinu 2022 skuli innbyggður áfengismælir vera í öllum nýjum bílum. Því virðast flestir fylgjandi, ef marka má breska rannsókn.

Ný snjalltækni er fyrir hendi sem komið getur komið í veg fyrir að ökumenn gangsetji bíla sína hafi þeir neytt áfengis. Það þykir vera til bóta því hátt hlutfall banaslysa í umferðinni er rakið til neyslu áfengis.

Skoðanakönnun á vegum stærstu bílasölukeðju Bretlands, Motorpoint, hefur leitt í ljós, að 70% bílstjóra styðja áform ESB.

Þó svo að ekki hafi verið útskýrt af nákvæmni hvernig „áfengislásinn“ í ræsibúnaðinum virkar, þá er talið að ökumaður muni þurfa blása í öndunarmæli er hann sest undir stýri og hyggst aka af stað.

Þess er vænst að tilkoma áfengislástækninnar í bílum muni hjálpa til við að fækka dauðsföllum í Evrópuumferðinni um 25.000 manns á ári.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »