Ford Puma bíll ársins hjá What Car?

Ford Puma hlaut aðalviðurkenningu What Car?
Ford Puma hlaut aðalviðurkenningu What Car?

Breska tímaritið What Car? efndi til athafnar í London í vikunni þar sem tilkynntar voru hinar árlegu og eftirsóttu viðurkenningar tímaritsins.

Við höfum sagt frá niðurstöðunni í nokkrum flokkum en heildarverðlaunin, bíll árins 2020, hlaut hinn nýi Ford Puma.

Bíllinn varð einnig hlutskarpastur í flokki lítilla sportjeppa en þar kom helsta keppnin frá Audi Q2 og Skoda Kamiq.

Til heildarviðurkenningarinnar var keppnin hörðust frá meðal annars Skoda Scala, Range Rover Evoque og  Tesla Model 3.

Dómarar hrósuðu aksturshegðan Puma, fráganga, áhugaverða verðlagningu, sparneytni og hinnar mildu tvinntækni bílsins.

Þetta var í sjötta sinn sem Ford fer heim af verðlaunahátíð What Car? með aðalviðurkenninguna, en síðast landaði bandaríski bílsmiðurinn henni 2009.

mbl.is