Volvo aldrei söluhærri

Volvo XC60.
Volvo XC60.

Í fyrsta sinn í sögu sinni afhenti sænski bílsmiðurinn Volvo meira en 700.000 bíla á einu og sama almanaksárinu.

Fyrirtækið segir að sérdeilis mikil eftirspurn hafi verið eftir jeppunum XC40, XC60 og XC90. Langmest seldist af XC60 eða 204.965 bílar.

Af hinum 705.452 afhentu bílum 2019 voru 45.933 tengiltvinnbílar sem er 23% aukning frá árinu 2018.

„Takmark okkar er að feta áfram sömu jákvæðu brautina 2020 en þá bætast fleiri tengiltvinnbílar í bílaframboð Volvo,“ segir forstjórinn Håkan Samuelsson í tilkynningu.

agas@mbl.is

Volvo XC40 tegiltvinnbíll.
Volvo XC40 tegiltvinnbíll.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »