Þrjár myndavélar leysa baksýnisspegil af hólmi

Spegillinn magnaði samanstendur af þremur myndavélaskjám.
Spegillinn magnaði samanstendur af þremur myndavélaskjám.

Meira af skjáum og myndavélum á eftir að finna sér leið inn í bíla Aston Martin á nýbyrjuðum áratug.

Byrjar það með þriggja myndavéla baksýnisspegli, sem Aston Martin hefur þróað í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Gentex.

Tækni þessa sýndu bílsmiðurinn og tæknifyrirtækið á

neytendarafeindatækjasýningunni CES í Las Vegas fyrr í janúar. Hafði hún verið sett upp í nýju stolti Aston Martin, Superleggera-bílnum.

Baksýnisbúnaður af þessu tagi er ekki alveg splunkunýr af nálinni, hann er að finna á markaðnum. Skjárinn er þó frábrugðinn öðrum að því leyti til að vera í raun samsettur úr þremur myndskjáum, en ekki einum skjá eins og annar búnaður. Birtist myndefni á tveimur smærri skjáum á hvorum enda spegilsins en þeir streyma inn á hann efni frá myndavélum á hlið bílsins. Þar á milli birtist svo streymi úr bakkmyndavél aftan á bílnum.

Af hálfu Gentex var lögð sérstök áhersla á að myndkerfi þetta væri pottþétt og léti ekki veður slá sig út af laginu. Jafnvel þótt salt, snjór eða rigning bylji á bílnum og taki eina myndavélina úr umferð eru hefðbundnir baksýnisspeglar enn fyrir hendi og virka sem varabúnaður.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »