Dæmi um hvernig á ekki að hafa bifreiðina

„Myndirnar sýna dæmi um það hvernig á ekki að hafa …
„Myndirnar sýna dæmi um það hvernig á ekki að hafa bifreiðina þegar ekið er af stað.“ Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Norðurlandi eystra minnir ökumenn á að hreinsa snjó og hélu vel af öllum rúðum bifreiða sinna áður en ekið er af stað.

Samkvæmt nýju umferðarlögunum er 20.000 króna sekt við því að aka með hélaðar rúður eða ef útsýni úr bifreiðinni er skert með öðrum hætti.

„Myndirnar sýna dæmi um það hvernig á ekki að hafa bifreiðina þegar ekið er af stað.“

mbl.is