Miljónasta Teslan smíðuð

Haldið var upp á það í bílsmiðju Tesla er milljónasti …
Haldið var upp á það í bílsmiðju Tesla er milljónasti bíllinn rann af færiböndunum.

Tesla Motors smíðaði sinn milljónasta bíl í vikunni og var haldið upp á tímamótin í bílsmiðju fyrirtækisins í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tímamótabíllinn er nýr bíll af gerðinni Model Y.

Model Y er stærri og rúmbetri en Tesla Model 3. Mun afhending bíla til kaupenda hefjast senn í Bandaríkjunum.Hann verður fjöldaframleiddur og því viðráðanlegur í kaupum fyrir almenning. 

Tesla fyrirtækið var stofnað 2003 í Kaliforníu af verkfræðingunum þeim Martin Eberhard og Marc Tarpenning og hefur því tekið 17 ár að smíða milljónasta bílinn. Elon Musk kom til liðs við þá árið eftir með ávísanahefti sitt, eða tveimur árum áður en fyrsta kynslóð Tesla Roadster var kynnt en það tók tvö ár til viðbótar að koma þeim bíl á markað.

Model S fór í framleiðslur 2012, Modle X árið 2015 og Model 3 árið 2017. Tesla hóf svo að smíða Model Y í ár. Ný kynslóð Roadster og Cybertruck eru væntanleg á götuna í náinni framtíð.

Milljónasta Teslan var hinn nýi Model Y.
Milljónasta Teslan var hinn nýi Model Y.
mbl.is