Peugeot 3008 í uppáhaldi

Peugeot 3008 er í uppáhaldi hjá frönsku hjúkrunarfólki.
Peugeot 3008 er í uppáhaldi hjá frönsku hjúkrunarfólki.

Mjög hefur mætt á hjúkrunarfólki um heim allan undanfarna tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Álagið á franska heilbrigðiskerfinu hefur til að mynda verið nánast ómanneskjulegt. Þrátt fyrir nokkur áföll vegna dauðsfalla sjúklinga hefur margfalt fleiri tekist að bjarga og koma aftur til fullrar heilsu.

Franskir hjúkrunarfræðingar af báðum kynjum eru vandlátir þegar bílar eiga í hlut. Samkvæmt niðurstöðum úr frönsku bifreiðaskránni brúka flestir hjúkrunarfræðingar af báðum kynjum Peugeot 3008 vegna vinnu sinnar, eða 1981 talsins.

Næstflestir, eða 1939, aka Citroen C3 og í þriðja sæti er Peugeot 208 með 1834. Þar á eftir komu Renault Captur (1675), Peugeot 2008 (1569), Citroen C3 Aircross (1434) og loks Renault Clio 4 (1088).

mbl.is