Mercedes-Benz E 63 fær nýtt útlit

Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit.
Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit.

„Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi magnaði sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl.“

Þannig er komist að orði í tilkynningu um  breytingar á Mercedes-Benz E 63. Hann er með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar 612 hestöflum og emur honum í hundraðið á aðeins 3,4 sekúndum.

Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur og langbakur. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem breytir ásýnd hans. Ný díóðuljós eru að framan og aftan.

Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjám eða svokölluðu breiðskjás mælaborði. Ofureinfalt er að stjórna þeim með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum.

mbl.is