Skjóta skelk í bringu

Á nýja skiltinu segir: „Bremsið ekki! Það eru enn eftir …
Á nýja skiltinu segir: „Bremsið ekki! Það eru enn eftir um 30 börn til að drepa.“

Í smábænum Samerey í austurhluta Frakklands hefur verið reist skilti við veginn inn í bæinn sem ætlað er að stuða ökumenn sem leið eiga þar um. Er það liður í tilraunum til að draga úr bílhraða í bænum. 
   
Í bænum er 50 km/klst hámarkshraði en hátt hlutfall bílstjóra þeytist þar um á miklu meiri ferð. Fyrir bragðið lifa íbúarnir stöðugt í ótta um að þetta hátterni eigi eftir að leiða til slysa. Af hræðslu við hraðskreiðu bílanna hafa sumir reynt að efla öryggi framhliða húsa sinna til að koma í veg fyrir að leikir barna þeirra berist út á götu.

Táningur sem labbar í skólann sagði við fréttaveituna  FranceInfo: „Ég gæti mín alltaf vel, geng úti á grasi, skapa mér öryggisbil, en bílarnir, alltaf þeir sömu, horfa hvorki né sjá neitt.“

Eftir að hafa árangurslaust reynt allar venjulegar aðferðir til að ná bílhraðanum  niður hefur bæjarstjórnin gripið til óvenjulegra aðgerða. Reisti hún ný skilti með svörtum húmor á borð við „bremsið ekki! Það er enn eftir um 30 börn til að drepa.“

Íbúar Samerey hafa fagnað framtakinu. „Þetta er fínt, það sker sig úr, framkallar skelfingu. Þetta eru skilaboð sem við erum óvön að sjá. Kannski leiðir þetta til breytts hátternis,“ sagði einn íbúanna.

mbl.is