Rúmlega 100.000 rafdrifnir Hyundai Kona á götum heimsins

Rafbíllinn Hyundai Kona.
Rafbíllinn Hyundai Kona.

Alls hafa nú eitt hundrað þúsund Hyundai Kona Electric verið seldir á alþjóðamarkaði frá því að salan hófst í júní fyrir tveimur árum.

Í lok síðasta mánaðar höfðu alls 103.719 rafdrifnir Kona verið seldir á alþjóðamörkuðum og er bíllinn einn mikilvægasti sölubíll Hyundai, sérstaklega í flokki rafbíla, þar sem meira en þrír fjórðu allra framleiddra Kona EV seljast utan heimalandsins.

Margverðlaunaður

„Hyundai Kona hefur verið tekið afar vel á öllum helstu neytendamörkuðum, einkum vegna mikils drægis, mikils tækni- og öryggisbúnaðar, aksteurtseiginleika og skjótrar hleðslu,“ segir í tilkynningu.

Kona EV hefur hlotið fjölda alþjóðaverðlauna frá 2018, þar á meðal tvenn á þessu ári. Í apríl útnefndi TopGear Kona EV besta minni fjölskyldubílinn á markaðnum eftir 1.600 km langan reynsluakstur á bílnum á hraðbrautum Evrópu.

Einnig útnefndi dómnefnd U.S. News &  World Report bílinn nýlega sem þann besta í sínum flokki auk þess sem WardsAuto segir Kona EV með eina af bestu aflrásunum sem komið hafi fram á bílamarkaði.

Selji fljótlega 560 þúsund rafbíla árlega

Hyundai hefur sett sér það markmið að 2025 nemi árleg rafbílasala Hyundai 560 þúsundum eintaka, en auk Kona selur Hyundai rafbílinn Ioniq auk þess sem fleiri rafdrifnar gerðir eru væntanlegar frá fyrirtækinu á næstu misserum.

Hyundai Kona.
Hyundai Kona.
mbl.is

Bloggað um fréttina