Minnst 7 módel skorin við trog

Meðal líklegra fórnarlamba niðrskurðar hjá Mercedes er AMG GT.
Meðal líklegra fórnarlamba niðrskurðar hjá Mercedes er AMG GT.

Mercedes-Benz ætlar að fækka framleiddum módelum á næstu árum um að minnsta kosti sjö, að sögn aðila er tengjast framleiðsluáætlunum bílsmiðsins þýska.

Umboðsfyrirtæki segjast hafa þessar upplýsingar frá Nicholas Speeks yfirmanni Mercedes-Benz í Bandaríkjunum, en í höfuðstöðvum Daimler í Þýskalandi hefur ekkert verið látið uppi um þessi áform.

 Heimildarmenn herma að meðal bíla sem ekki fá arftaka á næstu misserum séu tveggja dyra útgáfur C-Class, E-Class, S-Class, CLS og einn fulltrúi GT-línunnar

„Þurfum við að framleiða allar þær vörur sem við erum að gera í dag,“ spurði Speeks á kynningarfundi á netinu, að sögn tímaritsins  Automotive News. „Við verðum að gera okkar til að draga úr kostnaði til að ná markmiðum okkar.“

Móðurfélaginu Daimler mun annt um að skera niður tilkostnað við núverandi framleiðslu og auka heldur fjárfestingar í smíði rafbíla og sjálfekinna bíla.  

Daimler er sagt í  miðjum klíðum við umbreytingar á fyrirtækinu. Vonast er til að spara megi jafnvirði milljarða dollara með uppsögnum allt að 20.000 starfsmanna. Bílsmiðurinn hefur tilkynnt að hætt verði smíði stallbaka í bílsmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Mexíkó. Þá hefur samsetningarsmiðjan í  Hambach í Frakklandi, sem smíðar Smartbílana fyrir Mercedes-Benz,  verið auglýst til sölu. Verður smíði Smart flutt til Kína. Mun breska fyrirtækið Ineos vera skoða kaup á bílsmiðjunni til að framleiða Grenadier jeppann þar.

mbl.is