Nissan leaf selst mest

Nissan Leaf selst best rafbíla í Bretlandi.
Nissan Leaf selst best rafbíla í Bretlandi.

Breska bílasölukeðjan Carwow hefur birt niðurstöður umsetningar fyrirtækisins fyrstu atta mánuði ársins en samkvæmt þeim voru söluhæstu rafbílarnir Nissan Leaf, Renault Zoe og Peugeot E-208.

Af mest seldu rafbílunum hjá bílaumboðinu - bæði nýjum sem notuðum - voru yfir helmingurinn Nissan Leaf og Renault Zoe.

VEgna drjúgrar sölu framan af var Volkswagen E-Golf í þriðja sæti á fyrsta fjórðungi ársins en missti það til Hyundai Kona eftir því sem á árið hefur liðið.

Sölustjóri hjá Carwow sagði að sala rafbíla hafi risið mjög hratt síðustu vikur og mánuði. Er aukningin í nýliðnum ágústmánuði miðað við sama mánuð ári fyrr heil 51%. Aukningin í tilfelli tengiltvinnbíla hafi verið 70%.

Arani vitnaði til áforma stjórnvalda um að bílar búnir dísil- og bensínvélum verði horfnir með öllu af vegunum árið 2035. Hann sagði viðhorfsbreytingu hafa átt sér stað af völdum kórónuveirukreppunnar. Neytendur hefðu áttað sig í innilokun í upphafi kreppunnar á því hversu mengandi bílar væru og snúið sér að bíla sem menguðu mun minna eða ekki neitt.

Breska stjórnin ákvað um helgina að fjölga rafhleðslustöðvum við stórmarkaði og vinsæla áfangastaði ferðamanna. Er þessum hlöðum ætlað að geta fyllt rafgeyma venjulegra rafbíla á sex mínútum.

Nissan Leaf selst best rafbíla í Bretlandi.
Nissan Leaf selst best rafbíla í Bretlandi.
mbl.is