Vel heppnuð frumsýning á RAV4 tengiltvinnbílnum

Gestir á sýningu Toyota um helgina.
Gestir á sýningu Toyota um helgina.

Tengiltvinnbíllinn RAV4 fékk góðar viðtökur þegar hann var frumsýndur hjá Toyota um nýliðna  helgi.

Þessi útgáfa af RAV4 sameinar kosti rafbíls og tvinnbíls (hybrid) og getur ekið allt að 75 km á rafmagninu eingöngu. Sameinaðir kraftar rafmagns og bensínvélar skila aftur á móti 306 hestöflum úr aflrásinni.

„Greinilegt var á viðtökum sýningargesta að þessi viðbót við nýjustu kynslóð RAV4 er kærkominn en RAV4 er meðal mest seldu bíla ársins og var söluhæstur hér á landi 2019. Er það í takt við viðtökur á heimsvísu en RAV4 er mest seldi sportjeppi heims og seldust 900.000 bílar á síðasta ári,“ segir í tilkynningu.

306 hestafla RAV4 tengiltvinnbíllinn.
306 hestafla RAV4 tengiltvinnbíllinn.
Auðvelt er að stinga RAV4 í samband við hleðslustöð.
Auðvelt er að stinga RAV4 í samband við hleðslustöð.
Toyota RAV4 tengiltvinnbíllinn.
Toyota RAV4 tengiltvinnbíllinn.
Auðvelt er að stinga RAV4 í samband við hleðslustöð.
Auðvelt er að stinga RAV4 í samband við hleðslustöð.
Hleðslutími RAV4 tvinnbílsins er 2,5 stundir í hleðslustöð.
Hleðslutími RAV4 tvinnbílsins er 2,5 stundir í hleðslustöð.
Toyota RAV4 tengiltvinnbíllinn á sýningunni um helgina.
Toyota RAV4 tengiltvinnbíllinn á sýningunni um helgina.
mbl.is