Forvitnileg bílhönnun í boði Rolls Royce

13 ára Kínverji teiknaði þennan Rolls Royce Bluebird II
13 ára Kínverji teiknaði þennan Rolls Royce Bluebird II

Hefur þú velt ví fyrir þér hvernig nýjungar í bílhönnun verða að veruleika.

Sjálfsagt gerist það á eins mörgum forsendum og hugsast getur, en þar þurfa hlutirnir ekki endilega að  vera flóknir til að úr verði skemmti- og forvitnileg afurð.

Það mætti segja um hönnunarkeppni barna, eins og tildæmis „keppni unghönnuða“ Rolls Royce, breska eðalbílasmiðsins.

Börn um heim allan hafa lagt sitt af mörkum til keppni Rolls með hjálögðum einstaklega áhugaverðum myndum. Teiknararnir eru allr 16 ára og yngri. Fjórir þeirra hlutu sigurlaun
sem hér segir:

Tækni: Rolls-Royce Bluebird II eftir hinn 13 ára Chenyang í Kína
Umhverfi: Rolls-Royce Capsule eftir hina 6 ára Saya í Japan
Hugarflug: Rolls-Royce Turtle bíllinn efir hinn 16 ára Florian í Frakklandi
Glens: Rolls-Royce Glow efir hina 11 ára Léna í Ungverjalandi.

Sjón er annars sögu ríkari en ásamt verðlaunamyndunum fylgja nokkrar úr  keppninnni með.

Sex ára stúlka í Japan á heiðurinn af þessari hönnun …
Sex ára stúlka í Japan á heiðurinn af þessari hönnun Rolls Royce hylkinsins.
Sextán ára Frakki með sérdeilis óvenjuega hugarsmíð, Rolls Royce Turtle …
Sextán ára Frakki með sérdeilis óvenjuega hugarsmíð, Rolls Royce Turtle Car, með öðrum orðum skjaldbökubíl.
Þennan glensbíl teiknaði 11 ára stúlka í Ungverjalandi.
Þennan glensbíl teiknaði 11 ára stúlka í Ungverjalandi.
Rolls Royce Bolt
Rolls Royce Bolt
Rolls Royce Prosperity
Rolls Royce Prosperity
Rolls Royce House of Esperanto
Rolls Royce House of Esperanto
Rolls Royce hunangsflugan.
Rolls Royce hunangsflugan.
mbl.is