30 milljónir Lödur

Lada Granta, eins og tímamótabíllinn.
Lada Granta, eins og tímamótabíllinn.

Meðal vinsælustu bíla Íslandssögunnar og alla vega með þeim áberandi á sínu skeiði er rússneski alþýðurollsinn Lada.

Það var ekki aðeins að Lada smiðjurnar hafi fagnað hálfrar aldar afmæli og samfelldar framleiðslu þar.

Í byrjun október náðist jafnframt sá áfangi að þar var smíðað þrjátíu milljónasta eintakið af Lödu, stallbakurinn Lada Grata í útfærslunni Club. Var við hæfi að hann var rauðmálaður.

Bílsmiðja Lada hefur frá upphafi verið í Togliattigrad smiðjunum sem heita eftir fyrrum ítölskum kommúnistaleiðtoga.

mbl.is